45. fundur
velferðarnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 3. mars 2016 kl. 13:00


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 13:00
Elsa Lára Arnardóttir (ELA) 1. varaformaður, kl. 13:03
Páll Valur Björnsson (PVB) 2. varaformaður, kl. 13:03
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 14:11
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 13:06
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 13:03
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 13:17
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) fyrir Steingrím J. Sigfússon (SJS), kl. 13:06
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) fyrir Unni Brá Konráðsdóttur (UBK), kl. 13:12

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir vék af fundi kl. 14:05. Ragnheiður Ríkharðsdóttir vék af fundi kl. 15:42.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:06
Fundargerð 44. fundar var samþykkt.

2) 435. mál - almennar íbúðir Kl. 13:08
Nefndin fékk á sinn fund Áslaugu Árnadóttur, Bolla Þór Bollason og Rún Knútsdóttur frá velferðarráðuneyti og Yngva Harðarson frá Analytica ehf.

3) Önnur mál Kl. 16:17
Ákveðið var að senda 180. mál um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks til umsagnar með fresti til 1. apríl 2016. Ákveðið var að Páll Valur Björnsson yrði framsögumaður málsins.

Ákveðið var að senda 197. mál um almannatryggingar (barnalífeyrir) til umsagnar með fresti til 1. apríl 2016. Ákveðið var að Silja Dögg Gunnarsdóttir yrði framsögumaður málsins.

Ákveðið var að senda 352. mál um málefni aldraðra (réttur til sambúðar á stofnunum) til umsagnar með fresti til 1. apríl 2016. Ákveðið var að Ragnheiður Ríkharðsdóttir yrði framsögumaður málsins.

Ákveðið var að senda 354. mál um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun) til umsagnar með fresti til 1. apríl 2016. Ákveðið var að Sigríður Ingibjörg Ingadóttir yrði framsögumaður málsins.

Fundi slitið kl. 16:44