54. fundur
velferðarnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 18. mars 2016 kl. 09:03


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:03
Elsa Lára Arnardóttir (ELA) 1. varaformaður, kl. 09:03
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:49
Brynhildur Pétursdóttir (BP) fyrir Pál Val Björnsson (PVB), kl. 09:03
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) fyrir Ragnheiði Ríkharðsdóttur (RR), kl. 09:26
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:03
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:03
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:28
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) fyrir Unni Brá Konráðsdóttur (UBK), kl. 09:03

Silja Dögg Gunnarsdóttir boðaði forföll. Helgi Hrafn Gunnarsson vék af fundi kl. 10:10. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir vék af fundi kl. 10:21. Ásmundur Friðriksson og Guðlaugur Þór Þórðarson viku af fundi kl. 10:23.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:13
Fundargerð 52. fundar var samþykkt.

2) Önnur mál Kl. 09:13
Nefndin ræddi um 370. mál um húsnæðissamvinnufélög (réttarstaða búseturéttarhafa og rekstur húsnæðissamvinnufélaga). Nefndarmenn ræddu símleiðis við Hönnu Sigríði Gunnsteinsdóttur og Lísu Margréti Sigurðardóttur frá velferðarráðuneyti.

3) 242. mál - efling Heilbrigðisstofnunar Vesturlands Kl. 10:28
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna fresti. Ákveðið var að Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir yrði framsögumaður málsins.

4) 261. mál - fæðingar- og foreldraorlof Kl. 10:28
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna fresti. Ákveðið var að Steingrímur J. Sigfússon yrði framsögumaður málsins.

5) 361. mál - þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga Kl. 10:28
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna fresti. Ákveðið var að Sigríður Ingibjörg Ingadóttir yrði framsögumaður málsins.

6) 435. mál - almennar íbúðir Kl. 10:29
Liðnum var frestað.

Fundi slitið kl. 10:29