68. fundur
velferðarnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 18. maí 2016 kl. 09:02


Mættir:

Elsa Lára Arnardóttir (ELA) 1. varaformaður, kl. 09:02
Páll Valur Björnsson (PVB) 2. varaformaður, kl. 09:02
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:02
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:02
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) fyrir Steingrím J. Sigfússon (SJS), kl. 09:02
Valgerður Bjarnadóttir (VBj) fyrir Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur (SII), kl. 09:03

Ásmundur Friðriksson boðaði forföll vegna veikinda. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir boðuðu forföll. Valgerður Bjarnadóttir vék af fundi kl. 10:10. Ragnheiður Ríkharðsdóttir vék af fundi kl. 11:44.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:02
Fundargerð 67. fundar var samþykkt.

2) 435. mál - almennar félagsíbúðir Kl. 09:03
Nefndin fékk á sinn fund Áslaugu Árnadóttur, Bolla Þór Bollason og Rún Knútsdóttur frá velferðarráðuneyti, Gylfa Arnbjörnsson og Magnús Norðdahl frá Alþýðusambandi Íslands, Birgi Björn Sigurjónsson, Ellý Þorsteinsdóttur og Ívar Örn Ívarsson frá Reykjavíkurborg og Guðjón Bragason, Karl Björnsson og Tryggva Þórhallsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

3) 677. mál - lyfjalög Kl. 10:35
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna fresti. Ákveðið var að Ragnheiður Ríkharðsdóttir yrði framsögumaður málsins.

4) 678. mál - lyfjastefna til ársins 2020 Kl. 10:35
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna fresti. Ákveðið var að Ragnheiður Ríkharðsdóttir yrði framsögumaður málsins.

5) 399. mál - húsaleigulög Kl. 11:00
Nefndin fékk á sinn fund Hönnu Sigríði Gunnsteinsdóttur og Lísu Margréti Sigurðardóttur frá velferðarráðuneyti.

6) Önnur mál Kl. 12:08
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:08