73. fundur
velferðarnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 26. maí 2016 kl. 13:03


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 13:03
Elsa Lára Arnardóttir (ELA) 1. varaformaður, kl. 13:07
Páll Valur Björnsson (PVB) 2. varaformaður, kl. 13:03
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 13:07
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 13:03
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 13:07
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 13:03
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 13:31

Ragnheiður Ríkharðsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:03
Samþykkt fundargerðar var frestað.

2) 435. mál - almennar félagsíbúðir Kl. 13:04
Á fund nefndarinnar komu Áslaug Árnadóttir og Bolli Þór Bollason frá velferðarráðuneyti, Gylfi Arnbjörnsson og Magnús M. Norðdahl frá Alþýðusambandi Íslands, Birgir Björn Sigurjónsson, Ebba Schram, Einar Bjarki Gunnarsson, Helga Jóna Benediktsdóttir og Ívar Örn Ívarsson frá Reykjavíkurborg og Guðjón Bragason og Karl Björnsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

3) Önnur mál Kl. 14:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:00