84. fundur
velferðarnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 17. ágúst 2016 kl. 09:00


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:00
Páll Valur Björnsson (PVB) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:00
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:00
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:00

Elsa Lára Arnardóttir boðaði forföll vegna veikinda. Ásmundur Friðriksson og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir voru fjarverandi. Silja Dögg Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 10:55 og kom aftur kl. 11:17, vék svo af fundi kl. 11:30. Unnur Brá Konráðsdóttir vék af fundi kl. 12:07.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað til næsta fundar.

2) Mál hjá velferðarnefnd Kl. 09:05
Nefndarmenn ræddu stöðu mála í nefndinni og ákváðu næstu skref.

3) 677. mál - lyfjalög Kl. 10:30
Á fundinn mættu Rúna Hauksdóttir og Sindri Kristjánsson frá Lyfjastofnun, Jakob Falur Garðarsson og Unnur Björgvinsdóttir frá Frumtökum, Kristján Linnet, Oddur Einarsson og Óskar Reykdalsson frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Baldvin Hafsteinsson, Hulda Harðardóttir og María Heimisdóttir frá Landspítalanum. Kynntu þau umsagnir sínar um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 678. mál - lyfjastefna til ársins 2020 Kl. 11:00
Á fundinn mættu Kristján Linnet, Oddur Einarsson og Óskar Reykdalsson frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Baldvin Hafsteinsson, Hulda Harðardóttir og María Heimisdóttir frá Landspítalanum. Kynntu þau umsagnir sínar um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 12:30
Fleira var ekki gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 12:30