87. fundur
velferðarnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 31. ágúst 2016 kl. 09:00


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:00
Elsa Lára Arnardóttir (ELA) 1. varaformaður, kl. 09:10
Geir Jón Þórisson (GJÞ), kl. 09:00
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:26
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:00
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:12

Páll Valur Björnsson boðaði forföll vegna veikinda. Ásmundur Friðriksson og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir voru fjarverandi.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 09:00
Fundargerðir 85. og 86. funda voru samþykktar.

2) 4. mál - byggingarsjóður Landspítala Kl. 09:05
Nefndin ákvað að afgreiða málið með nefndaráliti. Allir viðstaddir nefndarmenn standa að álitinu auk Páls Vals Björnssonar og Ragnheiðar Ríkharðsdóttur.

3) 180. mál - samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Kl. 09:20
Nefndin ákvað að afgreiða málið með skýrslu með vísan til 31. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991. Allir viðstaddir nefndarmenn standa að skýrslunni auk Páls Vals Björnssonar.

4) Endurskoðun á lögum um greiðsluaðlögun Kl. 09:35
Á fund nefndarinnar mættu Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir og Lísa Margrét Sigurðardóttir frá velferðarráðuneytinu. Fóru þær yfir sjónarmið í tengslum við málið og þá vinnu sem stendur yfir í ráðuneytinu ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

5) 677. mál - lyfjalög Kl. 10:40
Einar Magnússon og Jón Fannar Kolbeinsson frá velferðarráðuneytinu mættu á fund nefndarinnar, fóru yfir sjónarmið í tengslum við málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

6) 678. mál - lyfjastefna til ársins 2020 Kl. 10:40
Einar Magnússon og Jón Fannar Kolbeinsson frá velferðarráðuneytinu mættu á fund nefndarinnar, fóru yfir sjónarmið í tengslum við málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

7) Önnur mál Kl. 11:45
Nefndin tók fyrir 229. mál um frumvarp til laga um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni.
Viðstaddir nefndarmenn voru sammála um að afgreiða málið með eftirfarandi bókun:
Hinn 18. janúar 2012 samþykkti Alþingi þingsályktun um staðgöngumæðrun. Þann 10. september sama ár skipaði þáverandi velferðarráðherra starfshóp um undirbúning frumvarps til laga sem heimili staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni í samræmi við framangreinda þingsályktun. Frumvarp til laga um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni var svo lagt fyrir Alþingi á haustþingi 2015. Nefndinni bárust 23 umsagnir um málið, sumar viðamiklar, og þar var lítill samhljómur. Í ljósi umsagnanna, þess að málið inniber mjög viðamiklar siðferðislegar spurningar og þess að mjög skiptar skoðanir eru um málið í nefndinni telur nefndin sér ekki fært að ná samstöðu um afgreiðslu þess úr nefndinni.

Fundi slitið kl. 11:50