94. fundur
velferðarnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 19. september 2016 kl. 09:00


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:00
Elsa Lára Arnardóttir (ELA) 1. varaformaður, kl. 09:10
Páll Valur Björnsson (PVB) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:04
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:07
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:29

Silja Dögg Gunnarsdóttir boðaði forföll vegna veikinda. Ragnheiður Ríkharðsdóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 93. fundar samþykkt.

2) 857. mál - almannatryggingar o.fl. Kl. 09:05
Á fundinn mættu Tryggvi Þórhallsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Þórey S. Þórðardóttir frá Landssamtökum lífeyrissjóða og Aðalheiður Ámundadóttir og Guðmundur Ingi Þóroddsson frá Afstöðu, félagi fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun. Fóru þau yfir umsagnir um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 11:00