96. fundur
velferðarnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 21. september 2016 kl. 09:00


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:00
Elsa Lára Arnardóttir (ELA) 1. varaformaður, kl. 09:33
Páll Valur Björnsson (PVB) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:00
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:00
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:39

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir boðaði forföll. Ragnheiður Ríkharðsdóttir var fjarverandi.
Helgi Hrafn Gunnarsson vék af fundi kl. 11:10.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 95. fundar samþykkt.

2) 857. mál - almannatryggingar o.fl. Kl. 09:00
Dögg Hilmarsdóttir frá Fangelsismálastofnun og Ragna Haraldsdóttir, Sigríður Lillý Baldursdóttir og Sigurður Grétarsson frá Tryggingastofnun ríkisins mættu á fund nefndarinnar. Fóru þau yfir sjónarmið varðandi málið og svöruðu spurningum nefndarinnar.

3) Breyting á lögum um almennar íbúðir, nr. 52/2016 (staða stofnframlaga) Kl. 11:10
Á fundinn mættu Guðjón Bragason og Tryggvi Þórhallsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Einar Bjarki Gunnarsson og Ívar Örn Ívarsson frá Reykjavíkurborg. Fóru þeir yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 11:40
Fleira var ekki gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 11:40