100. fundur
velferðarnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 7. október 2016 kl. 09:00


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:00
Elsa Lára Arnardóttir (ELA) 1. varaformaður, kl. 09:00
Páll Valur Björnsson (PVB) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:50
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:30
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:00
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:00

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir og Ragnheiður Ríkharðsdóttir voru fjarverandi.

Unnur Brá Konráðsdóttir vék af fundi kl. 9:50.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) 849. mál - húsnæðismál Kl. 09:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun um málið og fékk á sinn fund Hermann Jónasson, Önnu Guðmundu Ingvarsdóttur og Ingibjörgu Ólöfu Vilhjálmsdóttur frá Íbúðalánasjóði, Hörpu Jónsdóttur og Lúðvík Elíasson frá Seðlabanka Íslands og Önnu Mjöll Karlsdóttur og Jón Þór Sturluson frá Fjármálaeftirlitinu. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum sinna stofnana um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 10:30
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:30