102. fundur
velferðarnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 10. október 2016 kl. 08:30


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 08:30
Elsa Lára Arnardóttir (ELA) 1. varaformaður, kl. 08:39
Páll Valur Björnsson (PVB) 2. varaformaður, kl. 08:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 08:30
Halldóra Mogensen (HallM) fyrir Helga Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 08:30
Óli Björn Kárason (ÓBK) fyrir Ragnheiði Ríkharðsdóttur (RR), kl. 08:30
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 08:40
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 08:30
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) fyrir Steingrím J. Sigfússon (SJS), kl. 08:30
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:35

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir vék af fundi kl. 9:03, kom aftur kl. 9:35. Ásmundur Friðriksson vék af fundi kl. 9:35.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) 857. mál - almannatryggingar o.fl. Kl. 08:30
Á fund nefndarinnar mættu Sigríður Lillý Baldursdóttir og Sigurður M. Grétarsson frá Tryggingastofnun ríkisins og Ágúst Þór Sigurðsson, Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir og Hildur Sverrisdóttir Röed frá velferðarráðuneyti. Kynntu þau sjónarmið ráðuneytisins vegna málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 09:55
Fleira var ekki gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 09:55