7. fundur
velferðarnefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 22. febrúar 2017 kl. 09:04


Mættir:

Nichole Leigh Mosty (NicM) formaður, kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 1. varaformaður, kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 10:11
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:08
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:00
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:00
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 09:00
Jóna Sólveig Elínardóttir (JSE), kl. 09:35
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:00

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:04
Frestað til næsta fundar.

2) Kosning 2. varaformanns Kl. 09:04
Hildur Sverrisdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, var kosin 2. varaformaður nefndarinnar.

3) Ofbeldi í íslensku samfélagi Kl. 09:05
Sigþrúður Guðmundsdóttir frá Kvennaathvarfinu mætti á fund nefndarinnar, fór yfir málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) Skýrsla Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Kl. 10:10
Á fund nefndarinnar mættu Guðbjörg Pálsdóttir og Gunnar Helgason frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Sveinn Arason ríkisendurskoðandi og Elísabet Stefánsdóttir og Hrafnhildur Ragnarsdóttir frá embætti ríkisendurskoðanda. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 110. mál - fæðingar- og foreldraorlof Kl. 10:35
Ákveðið var að Elsa Lára Arnardóttir verði framsögumaður málsins. Þá var ákveðið að senda málið til umsagnar með þriggja vikna fresti.

6) Önnur mál Kl. 10:40
Fleira var ekki gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 11:40