24. fundur
velferðarnefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 26. apríl 2017 kl. 09:00


Mættir:

Nichole Leigh Mosty (NicM) formaður, kl. 09:00
Hildur Sverrisdóttir (HildS) 2. varaformaður, kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:00
Bjarni Halldór Janusson (BHJ) fyrir Jónu Sólveigu Elínardóttur (JSE), kl. 09:00
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:15
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:00
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:00
Kristín Traustadóttir (KTraust), kl. 09:00
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:00

Hildur Sverrisdóttir vék af fundi kl. 11:02.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 23. fundar samþykkt.

2) 402. mál - fjármálaáætlun 2018--2022 Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mættu Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra, Dagný Brynjólfsdóttir, Margrét Björnsdóttir, Ólafur Darri Andrason, Sigríður Jónsdóttir, Sigrún Arnarsdóttir og Vilborg Ingólfsdóttir frá velferðarráðuneyti. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 433. mál - sjúklingatrygging Kl. 10:50
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti.

4) 431. mál - tóbaksvarnir Kl. 10:55
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti.

5) 432. mál - bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum Kl. 11:00
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti.

6) 434. mál - stefna og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2017--2021 Kl. 11:05
Samþykkt var að Nichole Leigh Mosty yrði framsögumaður málsins. Þá var ákveðið að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti.

7) Önnur mál Kl. 11:10
Fleira var ekki gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 11:10