30. fundur
velferðarnefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 10. maí 2017 kl. 09:06


Mættir:

Nichole Leigh Mosty (NicM) formaður, kl. 09:06
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 1. varaformaður, kl. 09:06
Hildur Sverrisdóttir (HildS) 2. varaformaður, kl. 09:06
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:19
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:06
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:06
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:06
Jóna Sólveig Elínardóttir (JSE), kl. 09:06
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:06

Elsa Lára Arnardóttir vék af fundi kl. 9:45 vegna annarra þingstarfa og kom aftur kl. 10:30. Birgir Ármannsson vék af fundi kl. 10:46.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:06
Fundargerð 29. fundar samþykkt.

2) 62. mál - heildstæð stefna í málefnum einstaklinga með heilabilun Kl. 09:06
Á fund nefndarinnar mættu Árni Sverrisson frá Alzheimersamtökunum á Íslandi, Steinunn Þórðardóttir og Magnús Andri Hjaltason. Arnrún Halla Arnórsdóttir var á símafundi.
Fóru þau yfir sjónarmið sín í tengslum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 84. mál - fæðingar- og foreldraorlof og tryggingagjald Kl. 09:35
Nefndin ræddi málið.

4) 434. mál - stefna og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2017--2021 Kl. 10:25
Á fund nefndarinnar mættu Árni Múli Jónasson og Bryndís Snæbjörnsdóttir frá Landssamtökunum Þroskahjálp og Katrín Þórdís Jakobsen og Regína Ástvaldsdóttir frá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 438. mál - þjónusta við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir Kl. 11:15
Á fund nefndarinnar mættu Árni Múli Jónasson og Bryndís Snæbjörnsdóttir frá Landssamtökunum Þroskahjálp. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) 439. mál - félagsþjónusta sveitarfélaga Kl. 11:45
Á fund nefndarinnar mættu Árni Múli Jónasson og Bryndís Snæbjörnsdóttir frá Landssamtökunum Þroskahjálp. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

7) Önnur mál Kl. 12:05
Fleira var ekki gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 12:05