35. fundur
velferðarnefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 19. maí 2017 kl. 09:05


Mættir:

Nichole Leigh Mosty (NicM) formaður, kl. 09:05
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 1. varaformaður, kl. 09:05
Hildur Sverrisdóttir (HildS) 2. varaformaður, kl. 09:05
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:05
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:14
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:05
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:05
Ingibjörg Þórðardóttir (IÞ), kl. 09:05
Jóna Sólveig Elínardóttir (JSE), kl. 09:05

Elsa Lára Arnardóttir vék af fundi kl. 9:58 vegna annarra þingstarfa og kom aftur kl. 10:48. Birgir Ármannsson vék af fundi kl. 10:56 vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Frestað til næsta fundar.

2) 372. mál - lyfjastefna til ársins 2022 Kl. 09:05
Á fundinn mættu Inga Skarphéðinsdóttir og Bessi H. Jóhannesson fyrir hönd Félags atvinnurekenda, Rúna Hauksdóttir Hvannberg frá Lyfjastofnun og Lóa María Magnúsdóttir og Ólafur Ólafsson frá Lyfjafræðingafélagi Íslands. Fóru þau yfir umsagnir sínar um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 432. mál - bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum Kl. 10:00
Á fund nefndarinnar mættu Jóhann Friðrik Friðriksson frá Félagi lýðheilsufræðinga, Stefán Arinbjarnarson frá Félagi íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa og Friðrik Smári Björgvinsson og Sigríður Björk Guðjónsdóttir frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Reglugerð (ESB) nr. 699/2014 um hönnun á sameiginlega kennimerkinu til að sanngreina aðila sem bjóða almenningi lyf í fjarsölu o.fl. Kl. 11:10
Á fund nenfdarinnar mættu Jón Fannar Kolbeinsson frá velferðarráðuneytinu og Steinlaug Högnadóttir frá utanríkisráðuneytinu. Kynntu þau málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 433. mál - sjúklingatrygging Kl. 11:30
Nefndin ræddi málið.

6) 440. mál - húsnæðissamvinnufélög Kl. 11:40
Nefndin ræddi málið.

7) Önnur mál Kl. 11:53
Fleira var ekki gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 11:53