39. fundur
velferðarnefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 24. maí 2017 kl. 08:39


Mættir:

Nichole Leigh Mosty (NicM) formaður, kl. 08:39
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 1. varaformaður, kl. 08:39
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 08:59
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 08:45
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 08:39
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 08:39
Jóna Sólveig Elínardóttir (JSE), kl. 08:39
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 08:39

Hildur Sverrisdóttir boðaði forföll sökum veikinda. Vilhjálmur Árnason vék af fundi kl. 9:39 vegna annarra þingstarfa. Jóna Sólveig Elínardóttir vék af fundi kl. 9:55 vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) 378. mál - framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar Kl. 08:39
Allir viðstaddir nefndarmenn samþykktu að afgreiða málið út úr nefndinni. Allir viðstaddir nefndarmenn standa að sameiginlegu nefndaráliti.

2) 434. mál - stefna og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2017--2021 Kl. 09:15
Allir viðstaddir nefndarmenn samþykktu að afgreiða málið út úr nefndinni. Allir viðstaddir nefndarmenn standa að sameiginlegu nefndaráliti.

3) 431. mál - tóbaksvarnir Kl. 09:45
Á fund nefndarinnar mættu Margrét Björnsdóttir og Þórunn Steinsdóttir frá velferðarráðuneytinu. Kynntu þær málið fyrir nefndinni og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 10:24
Fleira var ekki gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 10:24