40. fundur
velferðarnefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 26. maí 2017 kl. 09:10


Mættir:

Nichole Leigh Mosty (NicM) formaður, kl. 09:10
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 1. varaformaður, kl. 09:10
Hildur Sverrisdóttir (HildS) 2. varaformaður, kl. 09:10
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:18
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:10
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:10
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:10
Jóna Sólveig Elínardóttir (JSE), kl. 09:10
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:10

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) 438. mál - þjónusta við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir Kl. 09:10
Nefndin ræddi málið.

2) 378. mál - framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar Kl. 09:40
Nefndin ákvað að taka málið að nýju til umfjöllunar. Allir nefndarmenn samþykktu að greiða málið út úr nefndinni. Allir nefndarmenn standa að sameiginlegu nefndaráliti með breytingartillögum.

3) Önnur mál Kl. 10:29
Fleira var ekki gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 10:29