1. fundur
velferðarnefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 18. desember 2017 kl. 09:35


Mættir:

Halldóra Mogensen (HallM) formaður, kl. 09:35
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:35
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:35
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:35
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:35
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:35
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:35
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) fyrir Ólaf Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:35
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:35

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) 28. mál - málefni fatlaðs fólks og aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum Kl. 09:35
Á fund nefndarinnar mættu Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra og Ellý Alda Þorsteinsdóttir, Rún Knútsdóttir, Sturlaugur Tómasson og Þór Þórarinsson frá velferðarráðuneytinu. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Þá ræddi nefndin málið og næstu skref.

2) 26. mál - þjónusta við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir Kl. 11:15
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fjögurra vikna umsagnarfresti.

3) 27. mál - félagsþjónusta sveitarfélaga Kl. 11:15
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fjögurra vikna umsagnarfresti.

4) Önnur mál Kl. 11:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:20