6. fundur
velferðarnefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 16. janúar 2018 kl. 13:30


Mættir:

Halldóra Mogensen (HallM) formaður, kl. 13:30
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 13:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 13:30
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 13:55
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 13:30
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 13:30
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 13:30
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 14:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) fyrir Höllu Signý Kristjánsdóttur (HSK), kl. 13:30

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:30
Frestað til næsta fundar.

2) Áheyrnaraðild að fundum nefndarinnar Kl. 13:30
Áheyrnaraðild Hönnu Katrínar Friðriksson var samþykkt.

3) 26. mál - þjónusta við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir Kl. 13:35
Á fund nefndarinnar mættu Rún Knútsdóttir og Þór Þórarinsson frá velferðarráðuneytinu, Aðalbjörg Traustadóttir, Agnes Sif Andrésdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Regína Ástvaldsóttir og Ebba Schram frá Reykjavíkurborg og Guðjón Bragason og Tryggvi Þórhallsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Fóru þau yfir umsagnir sínar um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Ákveðið var að Ólafur Þór Gunnarsson verði framsögumaður málsins.

4) 27. mál - félagsþjónusta sveitarfélaga Kl. 13:35
Á fund nefndarinnar mættu Rún Knútsdóttir og Þór Þórarinsson frá velferðarráðuneytinu, Aðalbjörg Traustadóttir, Agnes Sif Andrésdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Regína Ástvaldsóttir og Ebba Schram frá Reykjavíkurborg og Guðjón Bragason og Tryggvi Þórhallsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Fóru þau yfir umsagnir sínar um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Ákveðið var að Ólafur Þór Gunnarsson verði framsögumaður málsins.

5) Önnur mál Kl. 16:20
Ákveðið var að nefndin óski eftir minnisblaði frá Orkuveitu Reykjavíkur um jarðgerlamengun í neysluvatni á höfuðborgarsvæðinu.

Fundi slitið kl. 16:22