13. fundur
velferðarnefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 7. febrúar 2018 kl. 09:00


Mættir:

Halldóra Mogensen (HallM) formaður, kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Alex B. Stefánsson (ABBS) fyrir Höllu Signý Kristjánsdóttur (HSK), kl. 09:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Vilhjálmur Árnason vék af fundi kl. 10:20.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 12. fundar var samþykkt.

2) Kynning á meðferð EES-mála Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mættu Gunnþóra Elín Erlingsdóttir frá Alþingi og Álfrún Perla Baldursdóttir, Finnur Þór Birgisson og Pétur Gunnarsson frá utanríkisráðuneytinu. Fóru þau yfir meðferð EES-mála og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Misnotkun á eftirritunarskyldum lyfjum Kl. 09:35
Á fund nefndarinnar mættu Jón Pétur Einarsson og Ólafur B. Einarsson frá Embætti landlæknis og Helga Sif Friðjónsdóttir og Svala Jóhannesdóttir frá Rauða krossinum. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 10:50
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:50