16. fundur
velferðarnefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 26. febrúar 2018 kl. 09:30


Mættir:

Halldóra Mogensen (HallM) formaður, kl. 09:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 10:00
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:30
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:30
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:30
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) fyrir Andrés Inga Jónsson (AIJ), kl. 09:30
Una Hildardóttir (UnaH), kl. 09:30
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:30

Anna Kolbrún Árnadóttir boðaði forföll sökum veikinda.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Frestað til næsta fundar.

2) Reglugerð (ESB) 2016/589 um vinnumiðlunarnet Evrópu (EURES-netið), aðgang launafólks að þjónustu vegna hreyfanleika og frekari samþættingu vinnumarkaða, og breytingu á reglugerðum (ESB) nr. 492/2011 og (ESB) nr. 1296/2013 Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar mættu Finnur Þór Birgisson og Pétur Gunnarsson frá utanríkisráðuneytinu og Eva Margrét Kristinsdóttir frá velferðarráðuneytinu. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Framkvæmdaákvörðun (ESB) 2016/786 um málsmeðferð varðandi stofnun og rekstur óháðrar ráðgjafanefndar til að aðstoða aðildarríkin og framkvæmdastjórnina við að ákvarða hvort tóbaksvörur hafi einkennandi bragð Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar mættu Finnur Þór Birgisson og Pétur Gunnarsson frá utanríkisráðuneytinu og María Sæmundsdóttir og Þórunn Oddný Steinsdóttir frá velferðarráðuneytinu. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Framkvæmdaákvörðun (ESB) 2016/586 um tæknistaðla fyrir áfyllingarbúnað rafsígaretta Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar mættu Finnur Þór Birgisson og Pétur Gunnarsson frá utanríkisráðuneytinu og María Sæmundsdóttir og Þórunn Oddný Steinsdóttir frá velferðarráðuneytinu. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Framkvæmdaákvörðun (ESB) 2015/2186 um snið til að leggja fram upplýsingar um tóbaksvörur og gera þær aðgengilegar Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar mættu Finnur Þór Birgisson og Pétur Gunnarsson frá utanríkisráðuneytinu og María Sæmundsdóttir og Þórunn Oddný Steinsdóttir frá velferðarráðuneytinu. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Framkvæmdaákvörðun (ESB) 2015/2183 um sameiginlegt snið fyrir tilkynningu um rafsígarettur og áfyllingarílát Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar mættu Finnur Þór Birgisson og Pétur Gunnarsson frá utanríkisráðuneytinu og María Sæmundsdóttir og Þórunn Oddný Steinsdóttir frá velferðarráðuneytinu. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

7) Framkvæmdaákvörðun (ESB) 2016/787 um forgangsskrá yfir aukaefni í vindlingum og vafningstóbaki sem falla undir auknar kvaðir um skýrslugjöf Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar mættu Finnur Þór Birgisson og Pétur Gunnarsson frá utanríkisráðuneytinu og María Sæmundsdóttir og Þórunn Oddný Steinsdóttir frá velferðarráðuneytinu. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

8) 24. mál - fæðingar- og foreldraorlof Kl. 10:20
Nefndin ræddi málið.

9) 202. mál - rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur Kl. 10:30
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti.

10) 165. mál - 40 stunda vinnuvika Kl. 10:30
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Halldóra Mogensen verði framsögumaður málsins.

11) Önnur mál Kl. 10:45
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:45