25. fundur
velferðarnefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 21. mars 2018 kl. 09:00


Mættir:

Halldóra Mogensen (HallM) formaður, kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Jónína Björg Magnúsdóttir (JBM), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:15

Anna Kolbrún Árnadóttir vék af fundi kl. 10:40.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 23. og 24. funda samþykktar.

2) 202. mál - rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mættu Sveinbjörn Kristjánsson og Viðar Jensson frá Embætti landlæknis, Ólafur Stephensen frá Félagi atvinnurekenda, Kristinn Hrafnsson frá Veipum Lifum og Guðmundur Karl Snæbjörnsson. Fóru þeir yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá var ákveðið að Ólafur Þór Gunnarsson verði framsögumaður málsins.

3) 24. mál - fæðingar- og foreldraorlof Kl. 10:08
Nefndin ræddi málið.

4) 112. mál - sálfræðiþjónusta í opinberum háskólum Kl. 10:15
Ákveðið var að Andrés Ingi Jónsson verði framsögumaður málsins.

5) 293. mál - bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum Kl. 10:15
Ákveðið var að Ólafur Þór Gunnarsson verði framsögumaður málsins.

6) 97. mál - almannatryggingar Kl. 10:15
Ákveðið var að Vilhjálmur Árnason verði framsögumaður málsins.

7) 74. mál - réttur barna til að vita um uppruna sinn Kl. 10:15
Ákveðið var að Halla Signý Kristjánsdóttir verði framsögumaður málsins.

8) 165. mál - 40 stunda vinnuvika Kl. 10:15
Ákveðið var að Halldóra Mogensen verði framsögumaður málsins.

9) 18. mál - notkun og ræktun lyfjahamps Kl. 10:15
Ákveðið var að Halldóra Mogensen verði framsögumaður málsins.

10) 90. mál - bætt stjórnsýsla í umgengnismálum Kl. 10:15
Ákveðið var að Halldóra Mogensen verði framsögumaður málsins.

11) 48. mál - atvinnuleysistryggingar Kl. 10:15
Ákveðið var að Halla Signý Kristjánsdóttir verði framsögumaður málsins.

12) 44. mál - greiðsluþátttaka sjúklinga Kl. 10:15
Ákveðið var að Guðjón S. Brjánsson verði framsögumaður málsins.

13) 39. mál - almannatryggingar og félagsleg aðstoð Kl. 10:15
Ákveðið var að Halldóra Mogensen verði framsögumaður málsins.

14) 38. mál - almannatryggingar Kl. 10:15
Ákveðið var að Halldóra Mogensen verði framsögumaður málsins.

15) Barnaverndarmál Kl. 10:25
Nefndin ræddi málið.
Halldóra Mogensen kynnti tvær upplýsingabeiðnir um gögn frá ráðuneytinu um málið sem studdar eru af Guðmundi Inga Kristinssyni og Jónínu Björgu Magnúsdóttur, sbr. 1. mgr. 51. gr. laga um þingsköp Alþingis.

16) Önnur mál Kl. 11:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:10