27. fundur
velferðarnefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 11. apríl 2018 kl. 09:00


Mættir:

Halldóra Mogensen (HallM) formaður, kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:10
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 10:00

Ásmundur Friðriksson boðaði forföll. Halla Signý Kristjánsdóttir vék af fundi kl. 9:48.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 26. fundar samþykkt.

2) 427. mál - lyfjalög Kl. 09:00
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti.

3) 426. mál - heilbrigðisþjónusta o.fl. Kl. 09:00
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti.

4) Heimsókn frá Suður-afrískri velferðarnefnd Kl. 09:35
Nefndin fékk í heimsókn velferðarnefnd frá Suður-Afríku.

5) 346. mál - húsnæðissamvinnufélög Kl. 10:10
Á fund nefndarinnar mættu Jón Þór Þorvaldsson og Linda Fanney Velgeirsdóttir frá velferðarráðuneytinu. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarinnar.

6) Önnur mál Kl. 10:32
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:32