29. fundur
velferðarnefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 17. apríl 2018 kl. 13:00


Mættir:

Halldóra Mogensen (HallM) formaður, kl. 13:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 13:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 13:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 13:00
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 13:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 13:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 13:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 13:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) fyrir Ólaf Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 13:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 13:00

Ásmundur Friðriksson vék af fundi kl. 13:25 vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Fundargerðir 27. og 28. funda voru samþykktar.

2) Úrræði fyrir börn í vanda Kl. 13:00
Á fund nefndarinnar mættu Guðmundur Fylkisson, Sigvaldi Sigurbjörnsson, Adda S. Jóhannsdóttir, Grétar Örn Hostert og Pétur Broddason. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 202. mál - rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur Kl. 14:15
Á fund nefndarinnar mættu Matthildur Sveinsdóttir og Svava G. Ingimundardóttir frá Neytendastofu, Karl Andersen frá Hjartavernd og Sigurveig Þórhalldsdóttir og Stella Hallsdóttir frá Umboðsmanni barna. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 346. mál - húsnæðissamvinnufélög Kl. 15:00
Málið var afgreitt út úr nefndinni með samþykki allra viðstaddra. Allir nefndarmenn standa að áliti.

5) 469. mál - húsnæðismál Kl. 15:20
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti.

6) 468. mál - réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands o.fl. Kl. 15:20
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti.

7) Önnur mál Kl. 15:38
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:38