34. fundur
velferðarnefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 27. apríl 2018 kl. 09:00


Mættir:

Halldóra Mogensen (HallM) formaður, kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 10:30
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 11:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Halla Signý Kristjánsdóttir boðaði forföll. Ásmundur Friðriksson boðaði forföll af persónulegum ástæðum. Vilhjálmur Árnason vék af fundi kl. 11:07.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað til næsta fundar.

2) 469. mál - húsnæðismál Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mættu Rún Knútsdóttir frá velferðarráðuneytinu og Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, Ólafur Heiðar Helgason og Sigrún Ásta Magnúsdóttir frá Íbúðalánasjóði. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 468. mál - réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands o.fl. Kl. 09:40
Á fund nefndarinnar mættu Bjarnheiður Gautadóttir, Eva Margrét Kristinsdóttir og Þór Þorvaldsson frá velferðarráðuneytinu og Gissur Pétursson og Unnur Sverrisdóttir frá Vinnumálastofnun. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 494. mál - fjármálaáætlun 2019--2023 Kl. 10:35
Á fund nefndarinnar mættu Hildur Margrét Jóhannsdóttir, Róbert Farestveit og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir frá Alþýðusambandi Íslands, Gissur Pétursson og Unnur Sverrisdóttir frá Vinnumálastofnun, Guðjón Bragason og Tryggvi Þórhallsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Anna Guðmunda Ingvarsson og Sigrún Ásta Magnúsdóttir frá Íbúðalánasjóði. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 51. mál - almannatryggingar Kl. 11:10
Dagskrárlið frestað.

6) 426. mál - heilbrigðisþjónusta o.fl. Kl. 11:15
Ákveðið var að Ólafur Þór Gunnarsson verði framsögumaður málsins.

7) 469. mál - húsnæðismál Kl. 11:20
Ákveðið var að Halla Signý Kristjánsdóttir verði framsögumaður málsins.

8) 468. mál - réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands o.fl. Kl. 11:25
Ákveðið var að Halla Signý Kristjánsdóttir verði framsögumaður málsins.

9) 62. mál - sálfræðiþjónusta í framhaldsskólum Kl. 11:25
Ákveðið var að Guðjón S. Brjánsson verði framsögumaður málsins.

10) 238. mál - barnalög Kl. 11:30
Ákveðið var að Vilhjálmur Árnason verði framsögumaður málsins.

11) Önnur mál Kl. 11:40
Allir viðstaddir nefndarmenn samþykktu að halda opinn fund með félags- og jafnréttismálaráðherra, Ásmundi Einari Daðasyni, mánudaginn 30. apríl kl. 11.

Fundi slitið kl. 11:46