41. fundur
velferðarnefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 7. maí 2018 kl. 09:00


Mættir:

Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) fyrir Andrés Inga Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Anna Kolbrún Árnadóttir var fjarverandi vegna annarra þingstarfa. Halldóra Mogensen boðaði forföll vegna veikinda. Vilhjálmur Árnason vék af fundi kl. 10:35.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00


2) 494. mál - fjármálaáætlun 2019--2023 Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mættu Ásgeir Ásgeirsson og Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir frá Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Jón Helgi Björnsson frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands og Guðjón Hauksson frá Heilbrigðisstofnun Austurlands. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 469. mál - húsnæðismál Kl. 10:05
Á fund nefndarinnar mættu Ingvar J. Rögnvaldsson og Elín Alma Arthursdóttir frá ríkisskattsjóra og Ólafur Hjálmarsson og Hrafnhildur Arnkelsdóttir frá Hagstofu Íslands. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 468. mál - réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands o.fl. Kl. 10:45
Á fund nefndarinnar mættu Halldór Grönvold frá Alþýðusambandi Íslands og Þorbjörn Guðmundsson frá Samiðn. Fóru þeir yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Þá var ákveðið að Ásmundur Friðriksson verði framsögumaður málsins.

5) 494. mál - fjármálaáætlun 2019--2023 Kl. 11:27
Á fund nefndarinnar mætti Kristín B. Alfreðsdóttir frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Fór hún yfír málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

6) Önnur mál Kl. 12:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00