42. fundur
velferðarnefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 9. maí 2018 kl. 09:00


Mættir:

Halldóra Mogensen (HallM) formaður, kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:00
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) fyrir Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar) fyrir Ásmund Friðriksson (ÁsF), kl. 09:30
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) fyrir Hönnu Katrínu Friðriksson (HKF), kl. 10:04
Sigurður Páll Jónsson (SPJ) fyrir Önnu Kolbrúnu Árnadóttur (AKÁ), kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) fyrir Andrés Inga Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Helga Vala Helgadóttir sat fundinn í stað Albertínu Friðbjargar Elíasdóttur frá kl. 9:28 til 10:07. Bryndís Haraldsdóttir vék af fundi kl. 10:15.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Dagskrárlið frestað.

2) 427. mál - lyfjalög Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mættu Jakob Falur Garðarsson frá Frumtökum og Guðmundur Óskarsson frá Lyfjaauðkenni ehf. Fóru þeir yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Málið var afgreitt út úr nefndinni með samþykki allra viðstaddra nefndarmanna. Að nefndaráliti standa Guðmundur Ingi Kristinsson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Sigurður Páll Jónsson, Vilhjálmur Árnason, Halldóra Mogensen, Ólafur Þór Gunnarsson, Steinunn Þóra Árnadóttir, Bryndís Haraldsdóttir og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir.

3) 238. mál - barnalög Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar mætti Salvör Nordal umboðsmaður barna og Guðríður Bolladóttir frá umboðsmanni barna. Fóru þær yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 22. mál - brottnám líffæra Kl. 10:20
Nefndin ræddi málið.

5) 51. mál - almannatryggingar Kl. 10:40
Nefndin ræddi málið.

6) 9. mál - skilyrðislaus grunnframfærsla Kl. 11:00
Dagskrárlið frestað.

7) 88. mál - óháð, fagleg staðarvalsgreining fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús Kl. 11:00
Dagskrárlið frestað.

8) 91. mál - dánaraðstoð Kl. 11:00
Dagskrárlið frestað.

9) Barnaverndarmál Kl. 11:00
Dagskrárlið frestað.

10) 426. mál - heilbrigðisþjónusta o.fl. Kl. 11:00
Dagskrárlið frestað.

11) 468. mál - réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands o.fl. Kl. 11:00
Dagskrárlið frestað.

12) 469. mál - húsnæðismál Kl. 11:00
Dagskrárlið frestað.

13) 202. mál - rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur Kl. 11:00
Dagskrárlið frestað.

14) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00