44. fundur
velferðarnefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 30. maí 2018 kl. 09:00


Mættir:

Halldóra Mogensen (HallM) formaður, kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar) fyrir Vilhjálm Árnason (VilÁ), kl. 11:15
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00

Vilhjálmur Árnason boðaði forföll vegna veikinda. Bryndís Haraldsdóttir kom í hans stað kl. 11:15.
Ásmundur Friðriksson vék af fundi kl. 11:15 og í hans stað kom Birgir Ármannsson.

Nefndarritarar:
Gautur Sturluson
Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Dagskrárlið frestað.

2) 426. mál - heilbrigðisþjónusta o.fl. Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mættu Rúnar Björn Herrera Þorkelsson með aðstoðarmanni, Árni Múli Jónsson og Freyja Haraldsdóttir með aðstoðarmanni frá Samstarfshópi hagsmunasamtaka er starfa á sviði málefna fatlaðs fólks. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 468. mál - réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands o.fl. Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar mætti Þórður Sveinsson frá Persónuvernd. Fór hann yfir málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 469. mál - húsnæðismál Kl. 09:45
Á fund nefndarinnar mætti Þórður Sveinsson frá Persónuvernd. Fór hann yfir málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) 202. mál - rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur Kl. 10:00
Á fund nefndarinnar mættu Viðar Jensson og Sveinbjörn Kristjánsson frá embætti landlæknis. Fóru þeir yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) 22. mál - brottnám líffæra Kl. 10:45
Nefndin samþykkti að afgreiða málið út úr nefndinni með samþykki allra viðstaddra nefndarmanna. Að nefndaráliti standa allir nefndarmenn.

7) 9. mál - skilyrðislaus grunnframfærsla Kl. 10:55
Nefndin samþykkti að afgreiða málið út úr nefndinni með samþykki allra viðstaddra nefndarmanna.
Að nefndaráliti meiri hlutans standa Birgir Ármannsson, Ólafur Þór Gunnarsson, Halla Signý Kristjánsson, Andrés Ingi Jónsson og Vilhjálmur Árnason. Að nefndaráliti minni hlutans standa Halldóra Mogensen, Guðmundur Ingi Kristinsson, Guðjón S. Brjánsson og Anna Kolbrún Árnadóttir.

8) 51. mál - almannatryggingar Kl. 11:05
Eftirfarandi bókun var lögð fram af Andrési Inga Jónssyni, Birgi Ármannssyni, Bryndísi Haraldsdóttur, Höllu Signýju Kristjánsdóttur og Ólafi Þór Gunnarssyni:
„Meiri hluti velferðarnefndar beinir því til félags- og jafnréttismálaráðherra að efnisatriði frumvarpsins verði tekin inn í þá endurskoðun á almannatryggingakerfinu sem fyrirhuguð er í ráðuneytinu.“

Eftirfarandi bókun var lögð fram af Guðmundi Inga Kristinssyni og Önnu Kolbrúnu Árnadóttur:
„Meiri hluti nefndarinnar greiddi atkvæði gegn því að málið yrði afgreitt úr nefnd. Guðmundur Ingi Kristinsson mótmælti þessari afgreiðslu málsins þar sem það kemst þá ekki til 2. og 3. umræðu og hlýtur það því ekki fulla þinglega meðferð.“

9) 88. mál - óháð, fagleg staðarvalsgreining fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús Kl. 11:20
Nefndin ræddi málið.

10) 238. mál - barnalög Kl. 11:35
Dagskrárlið frestað.

11) 105. mál - þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga Kl. 11:40
Nefndin ræddi málið.

12) 91. mál - dánaraðstoð Kl. 11:50
Nefndin ræddi málið.

13) Önnur mál Kl. 12:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00