45. fundur
velferðarnefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 1. júní 2018 kl. 09:00


Mættir:

Halldóra Mogensen (HallM) formaður, kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:50
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 10:30
Karl Gauti Hjaltason (KGH) fyrir Guðmund Inga Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:20

Ásmundur Friðriksson vék af fundi kl. 11:00.

Nefndarritarar:
Gautur Sturluson
Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) 202. mál - rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur Kl. 09:00
Nefndin fékk á sinn fund Jón Steinar Jónsson frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem gerði grein fyrir sjónarmiðum um frumvarpið og svaraði spurningum nefndarmanna. Þá átti nefndin Skype-fund með Prófessor John Britton sem gerði grein fyrir sínum sjónarmiðum um málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 426. mál - heilbrigðisþjónusta o.fl. Kl. 10:10
Á fund nefndarinna komu Gísli Jafetsson og Ellert B. Schram frá Félagi eldri borgara og Árni Sverrison og Vilborg Gunnarsdóttir frá Alzheimersamtökunum. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum sínum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 468. mál - réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands o.fl. Kl. 10:55
Nefndin ræddi fyrirliggjandi drög að nefndaráliti. Formaður lagði til að málið yrði afgreitt.
Það var samþykkt einróma. Að nefndaráliti standa Halldóra Mogensesn, Ásmundur Friðriksson, Andrés Ingi Jónsson, Anna Kolbrún Árnadóttir,Guðjón S. Brjánsson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Karl Gauti Hjaltason, Ólafur Þór Gunnarsson og Vilhjálmur Árnason. Hanna Katrín Friðriksson, áheyrnarfulltrúi í nefndinni, er samþykk álitinu.

5) 88. mál - óháð, fagleg staðarvalsgreining fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús Kl. 11:05
Anna Kolbrún Árnadóttir framsögumaður málsins kynnti drög að nefndaráliti sem nefndin ræddi. Formaður lagði til að málið yrði afgreitt var það samþykkt en Andrés Ingi Jónsson sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Að áliti minni hlutans standa Anna Kolbrún Árnadóttir, Halldóra Mogensen og Karl Gauti Hjaltason. Að áliti meiri hlutans standa Ólafur Þór Gunnarsson, Andrés Ingi Jónsson, með fyrirvara, Ásmundur Friðriksson sem skrifar undir álitið í samræmi við 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis, Guðjón S. Brjánsson, Halla Signý Kristjánsdóttir og Vilhjálmur Árnason.

6) 238. mál - barnalög Kl. 11:30
Vilhjálmur Árnason framsögumaður málsins kynnti drög að nefndaráliti um málið sem nefndin ræddi. Formaður lagði til að málið yrði afgreitt frá nefnd sem var samþykkt en Andrés Ingi Jónsson og Ólafur Þór Gunnarsson sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

Að nefndaráliti meiri hlutans standa Halldóra Mogensen, Vilhjálmur Árnason, Anna Kolbrún Árnadóttir, Guðjón S. Brjánsson, Guðmundur Ingi Kristjánsson og Halla Signý Kristjánsdóttir.

Að nefndaráliti minni hlutans standa Andrés Ingi Jónsson og Ólafur Þór Gunnarsson.

7) 469. mál - húsnæðismál Kl. 11:44
Nefndin ræddi málið.

8) 202. mál - rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur Kl. 11:47
Nefndin ræddi fyrirliggjandi drög að nefndaráliti. Nefndin samþykkti að afgreiða málið.

Að nefndaráliti meiri hlutans standa Ólafur Þór Gunnarsson, Andrés Ingi Jónsson, Ásmundur Friðriksson sem skrifar undir álitið í samræmi við 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis, Halla Signý Kristjánsdóttir og Vilhjálmur Árnason með fyrirvara.

Að nefndaráliti minni hlutans standa Halldóra Mogensen, Anna Kolbrún Árnadóttir og Guðmundur Ingi Kristinsson.

9) 293. mál - bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum Kl. 12:03
Frestað.

10) Önnur mál Kl. 12:03
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:05