47. fundur
velferðarnefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, fimmtudaginn 7. júní 2018 kl. 19:00


Mættir:

Halldóra Mogensen (HallM) formaður, kl. 19:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 19:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 19:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 19:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 19:00
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 19:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 19:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 19:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 19:00

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 19:00
Fundargerðir 43., 44. og 45. funda voru samþykktar.

2) 202. mál - rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur Kl. 19:00
Nefndin tók málið til umræðu að nýju. Ákveðið var að afgreiða frá nefndinni framhaldsnefndarálit um málið með samþykki allra nefndarmanna.

Að framhaldsnefndarálitinu standa Halldóra Mogensen, Ólafur Þór Gunnarsson, Ásmundur Friðriksson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Andrés Ingi Jónsson, Vilhjálmur Árnason, Guðjón S. Brjánsson, Halla Signý Kristjánsdóttir og Guðmundur Ingi Kristinsson.

3) 293. mál - bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum Kl. 19:08
Nefndin ræddi málið.

4) Önnur mál Kl. 19:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 19:10