1. fundur
velferðarnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 17. september 2018 kl. 09:30


Mættir:

Halldóra Mogensen (HallM) formaður, kl. 09:30
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:30
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:30
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:30
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:30
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:40

Ásmundur Friðriksson var fjarverandi af persónulegum ástæðum. Arna Lára Jónsdóttir, varamaður Guðjóns S. Brjánssonar, og Halla Signý Kristjánsdóttir voru fjarverandi vegna veðurs.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Dagskrárlið frestað.

2) Kynning á þverpólitískri nefnd breska þingsins um núvitund Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar mættu Anna Dóra Frostadóttir frá Núvitundarsetrinu og Chris Ruane, þingmaður breska Verkamannaflokksins. Kynntu þau málið fyrir nefndarmönnum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 10:40
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:40