3. fundur
velferðarnefndar á 149. löggjafarþingi
heimsókn Íbúðalánasjóður mánudaginn 24. september 2018 kl. 09:30


Mættir:

Halldóra Mogensen (HallM) formaður, kl. 09:30
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:40
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 10:30
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:30
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:30
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:30
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:30
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 10:30

Vilhjálmur Árnason var fjarverandi sökum annarra þingstarfa. Guðjón S. Brjánsson vék af fundi kl. 10:30. Halldóra Mogensen vék af fundi kl. 10:40. Guðmundur Ingi Kristinsson vék af fundi kl. 10:55.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Heimsókn velferðarnefndar til Íbúðalánasjóðs Kl. 09:30
Nefndin fór í heimsókn til Íbúðalánasjóðs þar sem Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, Sigrún Ásta Magnúsdóttir, Ólafur Þór Þorláksson, Ólafur Heiðar Helgason og Una Jónsdóttir tóku á móti nefndarmönnum. Í fjarfundabúnaði voru María Dungal og Aldís Hilmarsdóttir. Fóru þau yfir starfsemi sjóðsins og svöruðu spurningum nefndarmann.

Fundi slitið kl. 11:00