4. fundur
velferðarnefndar á 149. löggjafarþingi
heimsókn Stuðlar miðvikudaginn 26. september 2018 kl. 09:00


Mættir:

Halldóra Mogensen (HallM) formaður, kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Sigríður María Egilsdóttir (SME) fyrir Hönnu Katrínu Friðriksson (HKF), kl. 09:05

Vilhjálmur Árnason var fjarverandi sökum annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Heimsókn á Stuðla og kynning frá Barnaverndarstofu Kl. 09:00
Nefndin fór í heimsókn á Stuðla þar sem Heiða Björg Pálmadóttir og Halldór Hauksson frá Barnaverndarstofu og Funi Sigurðsson og Böðvar Björnsson frá Stuðlum tóku á móti nefndarmönnum. Fóru þau yfir starf Barnaverndarstofu og Stuðla og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) 19. mál - stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda Kl. 10:50
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Ólafur Þór Gunnarsson verði framsögumaður málsins.

3) 54. mál - almannatryggingar Kl. 10:50
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Halldóra Mogensen verði framsögumaður málsins.

4) 14. mál - óháð, fagleg staðarvalsgreining fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús Kl. 10:50
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Anna Kolbrún Árnadóttir verði framsögumaður málsins.

5) 12. mál - almannatryggingar Kl. 14:02
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Halla Signý Kristjánsdóttir verði framsögumaður málsins.

6) 11. mál - sjúkratryggingar Kl. 10:50
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti.

Fundi slitið kl. 10:55