5. fundur
velferðarnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 10. október 2018 kl. 09:00


Mættir:

Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar) fyrir Vilhjálm Árnason (VilÁ), kl. 09:00
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG) fyrir Halldóru Mogensen (HallM), kl. 09:00
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV) fyrir Hönnu Katrínu Friðriksson (HKF), kl. 09:00

Ásmundur Friðriksson vék af fundi kl. 10:55. Bryndís Haraldsdóttir vék af fundi kl. 11:35.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Atvinnuveganefnd var boðið að sitja fund velferðarnefndar. Fyrir hönd atvinnuveganefndar mættu eftirfarandi nefndarmenn: Lilja Rafney Magnúsdóttir, Sigurður Páll Jónsson, Snæbjörn Brynjarsson, Guðmundur Andri Thorsson og Albert Guðmundsson.

Bókað:

1) Félagsleg undirboð á íslenskum vinnumarkaði Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mætti Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra ásamt Bjarnheiði Gautadóttur og Hönnu Sigríði Gunnarsdóttur frá velferðarráðuneytinu. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndaramanna.
Þá mættu Hildur Dungal og Ragna Bjarnadóttir frá dómsmálaráðuneytinu, Björn Snæbjörnsson og Drífa Snædal frá Starfsgreinasambandinu, Halldór Grönvold og María Lóa Friðjónsdóttir frá ASÍ, Ragnar Ólason og Viðar Þorsteinsson frá Eflingu, Ragnar Árnason frá Samtökum atvinnulífsins, Björn Þ. Rögnvaldsson og Svava Jónsdóttir frá Vinnueftirlitinu, Gísli Davíð Karlsson og Unnur Sverrisdóttir frá Vinnumálastofnun, Elín Alma Arthursdóttir og Ragnhildur D. Þórhallsdóttir frá embætti ríkisskattsjóra og Karl Steinar Valsson frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) 11. mál - sjúkratryggingar Kl. 11:43
Ákveðið var að Ólafur Þór Gunnarsson verði framsögumaður málsins.

3) 13. mál - aðgerðaáætlun fyrir árin 2019--2022 til að styrkja stöðu barna og ungmenna Kl. 11:44
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti.

4) Önnur mál Kl. 11:45
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:45