8. fundur
velferðarnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 24. október 2018 kl. 09:00


Mættir:

Halldóra Mogensen (HallM) formaður, kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:28

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 7. fundar samþykkt.

2) Kynning á þingmálaskrá félags- og jafnréttismálaráðherra á 149. löggjafarþingi (2018 -2019) Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mætti Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra ásamt Hönnu Sigríði Gunnsteinsdóttur, Ellý Öldu Þorsteinsdóttur og Vilborgu Hauksdóttur frá velferðarráðuneytinu. Fóru þau yfir þingmálaskrá ráðherra og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Utanspítalaþjónusta Kl. 09:40
Nefndin ræddi málið.

4) Félagsleg undirboð á íslenskum vinnumarkaði Kl. 09:50
Nefndin ræddi málið.

5) Fólk með tvíþættan vanda sem kemst ekki í úrræði Kl. 10:00
Nefndin ræddi málið.

6) 21. mál - lögfesting samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Kl. 10:15
Nefndin ræddi málið.

7) 156. mál - umboðsmaður barna Kl. 10:30
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Andrés Ingi Jónsson verði framsögumaður málsins.

8) 250. mál - vísindarannsóknir á heilbrigðissviði Kl. 10:35
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Anna Kolbrún Árnadóttir verði framsögumaður málsins.

9) 157. mál - aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum Kl. 10:40
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Ásmundur Friðriksson verði framsögumaður málsins.

10) Önnur mál Kl. 10:45
Nefndarmenn ákváðu að hafa fundarfall á föstudeginum 2. nóvember þar sem þeir ákváðu að sækja heilbrigðisþing og ráðstefnuna Forskot til framtíðar.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:55