11. fundur
velferðarnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 7. nóvember 2018 kl. 09:00


Mættir:

Halldóra Mogensen (HallM) formaður, kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00

Vilhjálmur Árnason var fjarverandi.
Ólafur Þór Gunnarsson vék af fundi kl. 10:03.
Guðjón S. Brjánsson vék af fundi kl. 10:47.

Nefndarritarar:
Arnar Kári Axelsson
Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Dagskrárlið frestað.

2) 185. mál - heilbrigðisþjónusta o.fl. Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mættu Bryndís Þorvaldsdóttir og Elsa Friðfinnsdóttir frá Velferðarráðuneytinu, Tryggvi Þórhallsson og Sigrún Þórarinsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Rúnar Björn Herrera Þorkelsson og Sigurjón Sveinsson frá Öryrkjabandalagi Íslands og Þórunn Bjarney Garðarsdóttir frá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 14. mál - óháð, fagleg staðarvalsgreining fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús Kl. 10:05
Á fund nefndarinnar mættu Ingvar Georgsson frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Haraldur Sigurðsson frá Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar og Vilhjálmur Ari Arason.
Fóru þeir yfir málið og svöruðu spurningum nefndarinnar.

4) 299. mál - vísindarannsóknir á heilbrigðissviði Kl. 10:45
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti.

5) 300. mál - atvinnuleysistryggingar o.fl. Kl. 10:46
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti.

6) 5. mál - aðgerðaáætlun í húsnæðismálum Kl. 10:47
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti.

7) Önnur mál Kl. 10:50
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:52