13. fundur
velferðarnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 14. nóvember 2018 kl. 09:00


Mættir:

Halldóra Mogensen (HallM) formaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:17
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Ólafur Þór Gunnarsson var fjarverandi vegna veikinda.
Vilhjálmur Árnason vék af fundi kl. 09:30

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Dagskrárlið frestað.

2) 156. mál - umboðsmaður barna Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mætti Una Björk Ómarsdóttir frá forsætisráðuneytinu. Fór hún yfir málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar mættu einnig Þóra Jónsdóttir frá Barnaheillum, Eva Bjarnadóttir frá UNICEF og Árni Múli Jónasson frá Þroskahjálp. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 5. mál - aðgerðaáætlun í húsnæðismálum Kl. 09:25
Ákveðið var að Guðjón S. Brjánsson verði framsögumaður málsins.

4) 33. mál - 40 stunda vinnuvika Kl. 09:25
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Anna Kolbrún Árnadóttir verði framsögumaður málsins.

5) 300. mál - atvinnuleysistryggingar o.fl. Kl. 09:25
Ákveðið var að Halla Signý Kristjánsdóttir verði framsögumaður málsins.

6) 40. mál - sjóðir og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og málefni aldraðra Kl. 09:25
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Anna Kolbrún Árnadóttir verði framsögumaður málsins.

7) Önnur mál Kl. 10:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:00