14. fundur
velferðarnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 19. nóvember 2018 kl. 09:30


Mættir:

Halldóra Mogensen (HallM) formaður, kl. 09:30
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:30
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:30
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:30
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:30
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:30
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:30
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:30

Ásmundur Friðriksson boðaði forföll.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerðir 12. og 13. fundar samþykktar.

2) 19. mál - stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar mættu Rúnar H. Haraldsson frá Fjölmenningarsetri, Edda Ólafsdóttir frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar og Unnur Sverrisdóttir og Tryggvi Haraldsson frá Vinnumálastofnun. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar mættu einnig Nichole Leigh Mosty frá Samtökum kvenna af erlendum uppruna, Áshildur Linnet og Nína Helgadóttir frá Rauða Krossinum og Nura Silva Sarmiento. Fóru þær yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 49. mál - notkun og ræktun lyfjahamps Kl. 10:56
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Halldóra Mogensen verði framsögumaður málsins.

4) 299. mál - vísindarannsóknir á heilbrigðissviði Kl. 10:56
Ákveðið var að Andrés Ingi Jónsson verði framsögumaður málsins.

5) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00