19. fundur
velferðarnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 3. desember 2018 kl. 09:30


Mættir:

Halldóra Mogensen (HallM) formaður, kl. 09:30
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:30
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:30
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:30
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:30
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:30
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:30
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:30

Guðmundur Ingi Kristinsson vék af fundi frá kl. 10:10 til 10:53.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Dagskrárlið frestað.

2) Fíknisjúkdómar og sjálfsvíg ungs fólks Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar mættu Björk Jónsdóttir og Edda Arndal frá Píeta samtökunum og Vörður Leví Traustason og Sigurður Hólmar Karlsson frá Samhjálp. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 14. mál - óháð, fagleg staðarvalsgreining fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús Kl. 10:10
Á fund nefndarinnar mættu Gunnar Svavarsson frá NLSH ohf. og Benedikt Olgeirsson frá Landsspítala háskólasjúkrahúsi. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 185. mál - heilbrigðisþjónusta o.fl. Kl. 10:50
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til annarrar umræðu. Ólafur Þór Gunnarsson, Ásmundur Friðriksson, Andrés Ingi Jónsson, Halla Signý Kristjánsdóttir og Vilhjálmur Árnason skrifuðu undir álit meiri hluta.

5) 12. mál - almannatryggingar Kl. 10:55
Dagskrárlið frestað.

6) Önnur mál Kl. 10:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:55