22. fundur
velferðarnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 10. desember 2018 kl. 09:30


Mættir:

Halldóra Mogensen (HallM) formaður, kl. 09:30
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:34
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:30
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) fyrir Andrés Inga Jónsson (AIJ), kl. 10:45
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:30
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:30
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:30
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:30

Ásmundur Friðriksson vék af fundi kl. 10:36.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Dagskrárlið frestað.

2) Vinna við þýðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar komu Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra og Þór Þórarinsson og Rún Knútsdóttir frá velferðarráðuneytinu. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Endurskoðun laga um almannatryggingar og starfsgetumat Kl. 09:50
Á fund nefndarinnar mættu Ágúst Þór Sigurðsson, Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir og Jón Þór Þorvaldsson frá velferðarráðuneytinu. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 21. mál - lögfesting samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Kl. 10:35
Nefndin fjallaði um málið.

5) 54. mál - almannatryggingar Kl. 10:45
Fram kom tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni. Þeirri tillögu var hafnað af Ólafi Þór Gunnarssyni, Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, Höllu Signýju Kristjánsdóttur og Vilhjálmi Árnasyni.

Halldóra Mogensen, Guðjón S. Brjánsson og Guðmundur Ingi Kristinsson lögðu fram eftirfarandi bókun:
„Á fundinum var lögð fram tillaga um að afgreiða úr nefnd mál nr. 54 um afnám krónu á móti krónu skerðingar. Meiri hluti nefndarinnar felldi tillöguna á þeim grundvelli að ekki væri tímabært að taka málið úr nefnd þar sem nú stæði yfir vinna samráðshóps um breytt framfærslukerfi almannatrygginga og faghóps um mótun og innleiðingu starfsgetumats sem heyra undir velferðarráðuneytið. Afgreiðsla þess máls sem hér um ræðir er þó óháð þeirri vinnu sem fram fer á vegum ráðuneytisins. Hvorki samráðshópurinn né fagnefndin sem nú starfar hefur fengið það verkefni að afnema krónu á móti krónu skerðingar. Þá er það hlutverk Alþingis sem handhafa löggjafarvalds að setja lög og breyta gildandi lögum. Það að lýsa því að vinna framkvæmdavaldsins komi í veg fyrir að Alþingi sinni stjórnarskrárbundnu hlutverki sínu er ótækt. Búið er að taka á móti umsögnum og gestum í málinu og því fullar forsendur fyrir því að afgreiða málið úr nefnd.“

Ólafur Þór Gunnarsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir og Vilhjálmur Árnason lögðu fram eftirfarandi bókun:
„Málið er í vinnslu í velferðarráðuneytinu hjá samráðhóp um endurskoðun almannatrygginga sem þingmenn úr velferðarnefnd eiga m.a. aðild að. Sú vinna er á lokastigum og samkvæmt upplýsingum frá velferðarráðuneytinu mun starfshópurinn skila tillögum sinum á næstu vikum. Því er ekki tímabært að taka málið út úr nefnd“

6) Önnur mál Kl. 10:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:55