29. fundur
velferðarnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 30. janúar 2019 kl. 09:00


Mættir:

Halldóra Mogensen (HallM) formaður, kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) fyrir Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 10:00
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP) fyrir Höllu Signý Kristjánsdóttur (HSK), kl. 09:00

Ásmundur Friðriksson var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 24. til 28. fundar voru samþykktar.

2) 435. mál - ófrjósemisaðgerðir Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mættu Þuríður Harpa Sigurðardóttir og Þórdís Viborg frá Öryrkjabandalagi Íslands og Árni Múli Jónasson frá Þroskahjálp. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Þá mættu á fund nefndarinnar Dagrún Hálfdánardóttir frá Embætti landlæknis og Þóra Steingrímsdóttir frá Landspítalanum. Fjölluðu þær um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 306. mál - málefni aldraðra Kl. 10:50
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Guðmundur Ingi Kristinsson verði framsögumaður málsins.

4) 274. mál - mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í íslensku samfélagi Kl. 10:50
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti.

5) Niðurstöður átakshóps um framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði Kl. 10:00
Á fund nefndarinnar mættu Anna Guðmunda Ingvarsdóttir og Gísli Gíslason, formenn átakshóps um framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði. Kynntu þau niðurstöður átakshópsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00