32. fundur
velferðarnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 18. febrúar 2019 kl. 09:30


Mættir:

Halldóra Mogensen (HallM) formaður, kl. 09:30
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:30
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:30
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:30
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:30
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:30
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) fyrir Ásmund Friðriksson (ÁsF), kl. 09:30
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:40

Anna Kolbrún Árnadóttir og Halla Signý Kristjánsdóttir boðuðu forföll.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerðir 30. og 31. fundar voru samþykktar.

2) 435. mál - ófrjósemisaðgerðir Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar mættu Salvör Nordal og Guðríður Bolladóttir frá Embætti umboðsmanns barna. Fjölluðu þær um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 181. mál - 40 stunda vinnuvika Kl. 09:45
Nefndin fjallaði um málið.

4) Utanspítalaþjónusta Kl. 09:55
Nefndin fjallaði um málið.

5) 154. mál - fæðingar- og foreldraorlof Kl. 10:10
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Halldóra Mogensen verði framsögumaður málsins.

6) Önnur mál Kl. 10:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:15