37. fundur
velferðarnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 11. mars 2019 kl. 09:00


Mættir:

Halldóra Mogensen (HallM) formaður, kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:55
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Gísli Garðarsson (GGarð) fyrir Andrés Inga Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:40
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:20

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Dagskrárlið frestað.

2) 509. mál - heilbrigðisstefna til ársins 2030 Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mættu Alma D. Möller og Sigríður Haraldsdóttir frá Embætti landlæknis. Fjölluðu þær um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Þá mættu á fund nefndarinnar mættu Unnur Pétursdóttir og Gunnlaugur Briem frá Félagi sjúkraþjálfara, Salóme Ásta Arnardóttir frá Félagi íslenskra heimilislækna og Guðbjörg Pálsdóttir og Aðalbjörg Finnbogadóttir frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 393. mál - þungunarrof Kl. 10:35
Á fund nefndarinnar mætti Þórdís Ingadóttir frá Félagi áhugafólks um downs-heilkennið. Fjallaði hún um málið og svaraði spurningum nefndarmanna.
Eftir að framangreindur gestur yfirgaf fundinn lagði Ásmundur Friðriksson fram eftirfarandi bókun:
„Það er óásættanlegt að formaður geri athugasemdir við spurningar einstakra nefndarmanna.“

4) 21. mál - lögfesting samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Kl. 11:30
Nefndin fjallaði um málið.

5) Utanspítalaþjónusta Kl. 11:35
Nefndin ákvað að leggja fram tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu um bráðaþjónustu utan spítala.

6) Önnur mál Kl. 12:00
Nefndin ákvað að boða félags- og barnamálaráðherra á fund sinn til umfjöllunar um aðgerðaráætlun Tryggingastofnunar ríkisins vegna endurskoðunar á búsetuútreikningi örorkulífeyrisþega. Þá var ákveðið að fundurinn yrði opinn fréttamönnum skv. heimild í 2. mgr. 19. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991. Dagsetning fundarins verður ákveðin í samráði við ráðherra.

Fundi slitið kl. 12:00