47. fundur
velferðarnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 8. apríl 2019 kl. 09:30


Mættir:

Halldóra Mogensen (HallM) formaður, kl. 09:30
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 10:10
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:30
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:30
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:30
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:30
Jónína Björk Óskarsdóttir (JBÓ) fyrir Guðmund Inga Kristinsson (GIK), kl. 09:30
Una María Óskarsdóttir (UMÓ) fyrir Önnu Kolbrúnu Árnadóttur (AKÁ), kl. 09:30

Vilhjálmur Árnason var fjarverandi vegna veikinda.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Dagskrárlið frestað.

2) Ábending umboðsmanns Alþingis um meinbugi á lögum um almannatryggingar, útreikningur á búsetutíma varðandi örorkulífeyri Kl. 09:30
Tillaga um að nefndin óski eftir aðgangi að öllum gögnum frá félagsmálaráðuneytinu vegna málsins á grundvelli 51. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991 var samþykkt.

3) 750. mál - fjármálaáætlun 2020--2024 Kl. 09:55
Nefndin fjallaði um málið.

4) 181. mál - 40 stunda vinnuvika Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um málið.

5) 509. mál - heilbrigðisstefna til ársins 2030 Kl. 10:15
Á fund nefndarinnar mættu Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Birgir Jakobsson, Elsa B. Friðfinnsdóttir, Vilborg Hauksdóttir, Ásthildur Knútsdóttir og Helga Björg Ragnarsdóttir frá heilbrigðisráðuneytinu. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Önnur mál Kl. 10:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:55