48. fundur
velferðarnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 10. apríl 2019 kl. 09:00


Mættir:

Halldóra Mogensen (HallM) formaður, kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:00
Álfheiður Ingadóttir (ÁI) fyrir Andrés Inga Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Jónína Björk Óskarsdóttir (JBÓ), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:15

Ásmundur Friðriksson og Anna Kolbrún Árnadóttir voru fjarverandi.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 44.-46. fundar voru samþykktar.

2) 21. mál - lögfesting samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Kl. 09:00
Á fund mættu Þór G. Þórarinsson og Þór Hauksson Reykdal frá félagsmálaráðuneytinu. Fjölluðu þeir um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 495. mál - persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga Kl. 09:20
Á fund nefndarinnar mættu Inga Amal Hasan og Þórður Sveinsson frá Persónurvernd. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Þá mættu á fund nefndarinnar Ásta Sigrún Helgadóttir og Lovísa Ósk Þrastardóttir frá embætti umboðsmanns skuldara. Fjölluðu þær um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 509. mál - heilbrigðisstefna til ársins 2030 Kl. 10:15
Nefndin fjallaði um málið.

5) 393. mál - þungunarrof Kl. 11:00
Dagskrárlið frestað.

6) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00