52. fundur
velferðarnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 6. maí 2019 kl. 09:30


Mættir:

Halldóra Mogensen (HallM) formaður, kl. 09:30
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:30
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:30
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:30
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) fyrir Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:30
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:30
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:30
Sigurður Páll Jónsson (SPJ) fyrir Önnu Kolbrúnu Árnadóttur (AKÁ), kl. 09:30
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:30

Guðmundur Andri Thorsson vék af fundi milli 10:15 og 10:20.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Dagskrárlið frestað.

2) 509. mál - heilbrigðisstefna til ársins 2030 Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar mættu Birgir Jakobsson og Guðlín Steinsdóttir frá heilbrigðisráðuneytinu. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 530. mál - breyting á ýmsum lögum til innleiðingar á tilskipun (ESB) 2015/1794 Kl. 10:10
Tillaga um að afgreiða málið til annarar umræðu var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.
Allir viðstaddir nefndarmenn standa að nefndaráliti með breytingartillögu.
Hanna Katrín Friðriksson, áheyrnarfulltrúi í nefndinni, er samþykk álitinu.

4) 21. mál - lögfesting samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Kl. 10:15
Tillaga um að afgreiða málið til síðari umræðu var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.
Að nefndaráliti standa GBr, HallM, ÓGunn, AIJ, ÁsF, GIK, HSK, SPJ og VilÁ.
Hanna Katrín Friðriksson, áheyrnarfulltrúi í nefndinni, er samþykk álitinu.

5) Ábending umboðsmanns Alþingis um meinbugi á lögum um almannatryggingar, útreikningur á búsetutíma varðandi örorkulífeyri Kl. 10:20
Dagskrárlið frestað.

6) 393. mál - þungunarrof Kl. 10:20
Sigurður Páll Jónsson lagði fram lista af spurningum ásamt beiðni um frekari gestakomur vegna málsins. Ekki var fallist á tillöguna.

Guðmundur Ingi Kristinsson óskaði einnig eftir frekari gestakomum. Ekki var fallist á tillöguna.

Tillaga um að afgreiða málið til þriðju umræðu var samþykkt af HallM, ÓGunn, AIJ, ÁsF, GuðmT, HSK, VilÁ.

7) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00