56. fundur
velferðarnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 15. maí 2019 kl. 09:20


Mættir:

Halldóra Mogensen (HallM) formaður, kl. 09:20
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:20
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:20
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:20
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:20
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:20
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:35
Hjálmar Bogi Hafliðason (HBH) fyrir Höllu Signý Kristjánsdóttur (HSK), kl. 09:20
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:35

Andrés Ingi Jónsson boðaði forföll.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:20
Dagskrárlið frestað.

2) 110. mál - verslun með áfengi og tóbak o.fl. Kl. 09:20
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til 3. júní. Þá var ákveðið að Vilhjálmur Árnason verði framsögumaður málsins.

3) 844. mál - almannatryggingar Kl. 09:20
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til 3. júní. Þá var ákveðið að Guðjón S. Brjánsson verði framsögumaður málsins.

4) 126. mál - barnaverndarlög Kl. 09:25
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til 3. júní. Þá var ákveðið að Ásmundur Friðriksson verði framsögumaður málsins.

5) 256. mál - staða barna tíu árum eftir hrun Kl. 09:25
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til 3. júní. Þá var ákveðið að Ólafur Þór Gunnarsson verði framsögumaður málsins.

6) 293. mál - sjúkratryggingar Kl. 09:30
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til 3. júní. Þá var ákveðið að Anna Kolbrún Árnadóttir verði framsögumaður málsins.

7) 249. mál - fræðsla um og meðferð við vefjagigt Kl. 09:35
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til 3. júní. Þá var ákveðið að Halla Signý Kristjánsdóttir verði framsögumaður málsins.

8) 825. mál - hagsmunafulltrúi aldraðra Kl. 09:35
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til 3. júní. Þá var ákveðið að Guðmundur Ingi Kristinsson verði framsögumaður málsins.

9) 750. mál - fjármálaáætlun 2020--2024 Kl. 09:40
Ákveðið var að senda fjárlaganefnd umsögn um málið. Allir nefndarmenn standa að umsögn nefndarinnar.

10) 24. mál - almannatryggingar Kl. 09:55
Nefndin fjallaði um málið.

11) Skýrsla samráðshóps um breytt framfærslukerfi almannatrygginga Kl. 10:00
Á fund nefndarinnar mætti Henný Hinz frá Alþýðusambandi Íslands. Fjallaði hún um málið og svaraði spurningum nefndarmanna.
Einnig mættu á fund nefndarinnar Þuríður Harpa Sigurðardóttir og Halldór Sævar Guðbergsson frá Öryrkjabandalagi Íslands og Bryndís Snæbjörnsdóttir og Friðrik Sigurðsson frá Landssamtökunum Þroskahjálp. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

12) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00