57. fundur
velferðarnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 16. maí 2019
kl. 13:00
Mættir:
Halldóra Mogensen (HallM) formaður, kl. 13:00Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 13:25
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 13:30
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 13:00
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 13:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 13:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 13:00
Andrés Ingi Jónsson, Guðmundur Ingi Kristinsson og Vilhjálmur Árnason boðuðu forföll.
Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson
Bókað:
1) Fundargerð Kl. 13:00
Dagskrárlið frestað.
2) 40. mál - sjóðir og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og málefni aldraðra Kl. 13:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Skúla Eggert Þórðarsson ríkisendurskoðanda.
Tillaga um að óska eftir minnisblaði frá heilbrigðisráðuneytinu var samþykkt.
Tillaga um að óska eftir minnisblaði frá félagsmálaráðuneytinu var samþykkt.
5) 770. mál - stéttarfélög og vinnudeilur Kl. 14:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Gunnar Þorberg Gylfason og Benedikt Baldur Tryggvason frá félagsmálaráðuneytinu.
6) 644. mál - sjúkratryggingar Kl. 14:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ingvar J. Rögnvaldsson, Ævar Ísberg og Helgu Valborgu Steinarsdóttur frá Ríkisskattstjóra og Þórð Sveinsson og Bjarna Frey Rúnarsson frá Persónuvernd.
7) 711. mál - ávana- og fíkniefni Kl. 14:35
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Maríu Káradóttur frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Jón H. B. Snorrason frá Ríkissaksóknara.
8) 513. mál - sjúkratryggingar Kl. 15:20
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Dóru Guðrúnu Guðmundsdóttur frá embætti landlæknis. Þá fékk nefndin á sinn fund Tryggva Guðjón Ingason og Önnu Maríu Frímannsdóttur frá Sálfræðingafélagi Íslands og Halldór Auðar Svansson og Ágúst Kristján Steinarsson frá Geðhjálp.
9) Önnur mál Kl. 16:10
Fleira var ekki gert.
Fundi slitið kl. 16:10