Samgöngusáttmálinn, staða framkvæmda og Borgarlína
Frumkvæðismál (2105080)
Umhverfis- og samgöngunefnd
Erindi
Sendandi | Skýring | Dagsetning |
---|---|---|
Davíð Þorláksson | Samgöngusáttmálinn, staða og framgangur verkefna 2024.06 | 27.08.2024 |
Innviðaráðuneytið | 14.03.2023 | |
Betri samgöngur ohf. | Greining á kostnaðarhækkunum í verkefnum Samgöngusáttmálans, 13. febrúar 2023 | 01.03.2023 |
Betri samgöngur ohf. | Staða og framgangur verkefna, desember 2022 | 01.03.2023 |
Nefndarfundir
Dagsetning | Fundur | Bókun |
---|---|---|
02.03.2023 | 34. fundur umhverfis- og samgöngunefndar | Samgöngusáttmálinn, staða framkvæmda og Borgarlína Nefndin samþykkti að birta gögn frá Betri samgöngum á vef, sbr. 2. málsl. 2. mgr. 35. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis. |
23.02.2023 | 32. fundur umhverfis- og samgöngunefndar | Samgöngusáttmálinn, staða framkvæmda og Borgarlína Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá innviðaráðuneytinu og Betri Samgöngum um framkvæmd Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Sérstaklega var óskað upplýsinga um hvort frávik hafi orðið á áætlun um framkvæmdir, þ.e. forgangsröðun verkefna og kostnað, miðað við þingsályktun um samgönguáætlun 2020-2024, nr. 40/150. |
18.05.2021 | 64. fundur umhverfis- og samgöngunefndar | Samgöngusáttmálinn, staða framkvæmda og Borgarlína Á fund nefndarinnar mættu Ragnhildur Hjaltadóttir, Ólafur Kr. Hjörleifsson og Árni Freyr Stefánsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Bergþóra Þorkelsdóttir, Bryndís Friðriksdóttir, Hrafnkell Ásólfur Proppé og Guðmundur Valur Guðmundsson frá Vegagerðinni. Gerðu gestir grein fyrir stöðu framkvæmda skv. samgöngusáttmálanum og svöruðu spurningum nefndarmanna. Þá mættu á fund nefndarinnar Davíð Þorláksson frá Betri samgöngur ohf. og Bryndís Friðriksdóttir og Hrafnkell Ásólfur Proppé frá Vegagerðinni og svöruðu spurningum nefndarmanna. Að lokum mætti á fund nefndarinnar Þórarinn Hjaltason frá Samgöngur fyrir alla. Gerði hann grein fyrir sjónarmiðum sínum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna. |