Skýrsla um eftirfylgni: Útflutningsaðstoð og landkynning.

(1205006)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
25.03.2014 39. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla um eftirfylgni: Útflutningsaðstoð og landkynning.
Kristín Kalmansdóttir og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun komu á fund nefndarinnar og ræddu svar utanríkisráðuneytis við fyrirspurn nefndarinnar og stöðu málsins.
Formaður lagði til að ráðuneytið yrði upplýst um afstöðu Ríkisendurskoðunar og umfjöllun nefnarinnar um málið lokið. Var það samþykkt.
11.03.2014 37. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Útflutningsaðstoð og landkynning - skýrsla Ríkisendurskoðunar um eftirfylgni.
Formaður gerði nefndinni grein fyrir svarbréfi utanríkisráðuneytis um hvernig brugðist hefði verið við ábendingum í skýrslu Ríkisendurskoðunar.

Samþykkt að senda svarbréfið til Ríkisendurskoðunar og óska eftir afstöðu stofnunarinnar til þess.