Skýrsla um frumgreinakennslu íslenskra skóla.

(1206005)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
25.03.2014 39. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla um frumgreinakennslu íslenskra skóla.
Kristín Kalmansdóttir og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun komu á fund nefndarinnar og ræddu svar mennta- og menningarmálaráðuneytis við fyrirspurn nefndarinnar og stöðu málsins.
Í ljósi þess að ábendingum Ríkisendurskoðunar hefur verið mætt lagði formaður til að nefndin lyki umfjöllun sinni um málið. Var það samþykkt.
11.03.2014 37. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Frumgreinakennsla íslenskra skóla - skýrsla Ríkisendurskoðunar.
Formaður gerði nefndinni grein fyrir svarbréfi mennta- og menningarmálaráðuneytis um hvernig brugðist hefði verið við ábendingum í skýrslu Ríkisendurskoðunar.

Samþykkt að senda svarbréfið til Ríkisendurskoðunar og óska eftir afstöðu stofnunarinnar til þess.
12.12.2013 24. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla Ríkisendurskoðunar um frumgreinakennslu íslenskra skóla.
Formaður kynnti málið og lagði til að skrifað yrði bréf til mennta- og menningarmálaráðuneytis og óskað upplýsinga um það hvort ábendingum Ríkisendurskoðunar hefði verið mætt og þá hvernig sem og hvort setta hefðu verið reglur um frumgreinanám. Var það samþykkt.